Höfundur: Ragnhildur Bragadóttir

Klökkna klakatár

Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar sest ekkja hans niður og tekur til við að koma skikki á gífurlegt safn skjala sem hann lét eftir sig. Hún reynir að henda reiður á þeim óvæntu upplýsingum sem koma upp úr kös gulnaðra pappíra úr slitnum plastpokum. Hún les og tengir sögu hans við sína, enda höfðu þau átt langt samlíf og stormasamt.