Gwendy
Í þríleiknum um Gwendy sýnir Stephen King á sér nýjar hliðar í samvinnu við Richard Chizmar með stórbrotinni og spennandi sögu af einstakri konu sem sýnir makalausan styrk þegar örlögin leggja á hana þyngri byrðar en flestir stæðu undir. Magnað verk í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar og Arnórs Inga Hjartarsonar.