Fötlun, sjálf og samfélag
Birtingarmyndir og úrlausnarefni
Fjallað er um líf og aðstæður fatlaðs fólks í ljósi gagnrýninna kenninga og íslenskra rannsókna á sviði fötlunarfræða. Athygli er beint að helstu viðfangs- og úrlausnarefnum ólíkra æviskeiða og að flóknu samspili félagslegra, efnislegra og stofnanabundinna hindrana sem skapa og viðhalda fötlun og torvelda fötluðu fólki að lifa góðu lífi.