Fötlun, sjálf og samfélag
Birtingarmyndir og úrlausnarefni
Fjallað er um líf og aðstæður fatlaðs fólks í ljósi gagnrýninna kenninga og íslenskra rannsókna á sviði fötlunarfræða. Athygli er beint að helstu viðfangs- og úrlausnarefnum ólíkra æviskeiða og að flóknu samspili félagslegra, efnislegra og stofnanabundinna hindrana sem skapa og viðhalda fötlun og torvelda fötluðu fólki að lifa góðu lífi.
Bókinni er ætlað að vera yfirlitsverk um fötlun og lífshlaup, með áherslu á líf og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks hér á landi. Viðfangs- og úrlausnarefni fatlaðs fólks á ólíkum æviskeiðum eru meðal annars í brennidepli og áhersla er lögð á margslungin og samverkandi áhrif ýmissa þátta á tækifæri þess til þátttöku á fjölbreyttum vettvangi. Kaflarnir tólf veita jafnframt greinargóða innsýn í þróun fræðasviðsins síðustu ár og áratugi. Kaflahöfundar eru rannsakendur sem beint hafa sjónum að ólíkum sviðum innan fötlunarfræði.