Höfundur: Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Stórkostlega sumarnámskeiðið

Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn. Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi. Fyrri bók höfunda var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Skrímslavinafélagið Tómas Zoëga Forlagið - JPV útgáfa Fyndin og fjörug saga, full af litríkum myndum, sem á örugglega eftir að kitla hláturtaugar 6 til 10 ára lesenda. Allir vita að bestu leyndarmálin eru geymd í leynifélögum. Þess vegna stofna Pétur og Stefanía Skrímslavinafélagið. Þegar þau finna dularfullt og hættulegt svart duft í skólanum sínum fara leikar að æsast.