Útgefandi: Angústúra

Álfheimar Gyðjan

Hörkuspennandi lokaþáttur í bókaflokki prófessors Ármanns Jakobssonar um fjögur ungmenni í heimi álfanna. Dagný, Konáll, Soffía og Pétur reyna að fóta sig í gráa heiminum sem óbreyttir menntskælingar eftir að hafa neyðst til að flýja Tudati. Þrátt fyrir að vera komin heim er Dagný óróleg. Eru mannheimar í raunverulegri hættu?

Jólabókarleitin

Mirren leggur af stað norður í land í leit að einstakri bók fyrir fárveika ömmusystur sína. Hún kynnist myndarlegum, dökkeygum bóksala sem býðst til að leggja henni lið. Saman þræða þau fornbókabúðir, en er hann allur þar sem hann er séður? Og er bókarleitin erindisleysa eða mun hún leiða Mirren inn á nýjar og óvæntar brautir? Töfrandi jólasaga.

Óli K

Óli K. var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndari landsins. Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Hér birtist úrval af verkum Óla K., bæði víðkunnar myndir sem óþekktar, um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert. Einstakur gripur.

Skuggavíddin

Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.