Útgefandi: Heimildarmyndir

Loftleiðir 1944–1973

Icelandic Airlines

Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir. Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York, með viðkomu á Íslandi. Loftleiðaandinn sprettur ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar.