Dag í senn
Hugleiðingar fyrir hvern dag ársins
Dag í senn kom fyrst út árið 2019 en birtist hér í nýrri og endurbættri útgáfu. Bókin er hollt og nærandi veganesti fyrir hvern dag ársins. Stuttar og grípandi íhuganir miðla von í önnum hversdagsins.
Dag í senn kom fyrst út árið 2019 en birtist hér í nýrri og endurbættri útgáfu. Bókin er hollt og nærandi veganesti fyrir hvern dag ársins. Stuttar og grípandi íhuganir miðla von í önnum hversdagsins.
Höfundur tekst á við tilvistarspurningar og tilfinningalegar upplifanir þar sem vonin og þakklætið skipa öndvegi. Höfundur hefur starfað um áratugaskeið við fræðslumál innan skólakerfisins, en síðast sem aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Bókin setur í brennidepil það sem kristin lífsskoðun fjallar um, trú, von og kærleika i friði við alla menn. Höfundur sér þau viðhorf og trú koma saman eins og í ljósbroti gimsteins. Hún er hnitmiðuð og hentar öllum forvitnum lesendum sem vilja vita meira og upplifa eitthvað nýtt og spennandi í sínu lífi og starfi.
Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir sr. Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17. aldar á Íslandi. Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína en orti kvæði og sálma af öllu tagi. Hér má til dæmis finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar, auk þekktra erinda úr Passíusálmunum.
100 trúarljóð höfundar ásamt lögum sem samin hafa verið við mörg þeirra, í kórútsetningum. Ljóðin eru einlæg og kærleiksrík, nærandi og huggandi. 55 ljóðanna hafa birst yfir 700 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu. Höfundur flestra laganna er Jóhann Helgason tónlistarmaður.