Útgefandi: Skrudda

Kjarrá

og síðustu hestasveinarnir á Víghól

Bókin fjallar um veru og störf ungra hestasveina í fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðarlöndum árinnar. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra einstaklinga og endurspeglar bókin hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við laxveiðar á fjalli, fjarri öllum nútímaþægindum.

Limrur á servíettum

Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977), samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru. Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar.

Maðurinn sem dó

Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall. Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan.