Fólkið frá Vörum í Garði
og útgerð Gunnars Hámundarsonar
Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur í Vörum og barna þeirra.
Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur í Vörum og barna þeirra.
Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006.
Margir helstu áhrifamenn á Íslandi 19. aldar voru ótrúlega fjölhæfir og afkastamiklir. Einn þeirra er Sigurður Gunnarsson, sálusorgari, ferðagarpur, smiður og húsameistari, náttúrufræðingur, rithöfundur, alþingismaður og læknir.
Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans er viðfangsefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis í þessari bók. Sigurður fæddist í lok 18. aldar. Hann var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar.
Bókin fjallar um veru og störf ungra hestasveina í fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðarlöndum árinnar. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra einstaklinga og endurspeglar bókin hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við laxveiðar á fjalli, fjarri öllum nútímaþægindum.
Öll helstu leikrit Ólafs Hauks birtast hér í einni bók, samtals 18 verk frá löngum ferli hans.
Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977), samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru. Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar.
Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall. Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan.
Þessa löngu sögu er réttast að skoða sem framhald af Brostnum væntingum en er engu að síður sjálfstæð saga. Hún hefst þegar ábótinn Don Carlos Herrera bjargar Lucien frá því að fyrirfara sér, tekur hann að sér. Þessi verk eru ótvírætt kórónan á glæsilegum höfundarferli Balzacs.