Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan

Frönsk framúrstefna

Sartre, Genet, Tardieu

Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki. Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra. Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu. Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra.

Parísardepurð

Stutt ljóð í lausu máli

Parísardepurð – Le Spleen de Paris – kom út 1869, tveimur árum eftir andlát höfundarins, Charles Baudelaire. Þar er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli eða prósaljóð. Með verkinu átti Baudelaire þátt í að breyta viðhorfi til ljóðlistarinnar og hafði umtalsverð áhrif á skáld innan og utan heimalandsins.