Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á nóttunni er allt blóð svart

Forsíða bókarinnar

Þegar Alfa Ndiaye treystir sér ekki til að veita æskuvini sínum Mademba Diop náðarhöggið þar sem hann liggur illa særður milli skotgrafa í fyrri heimsstyrjöldinni brestur eitthvað innra með honum og hefndarþorsti heltekur hann. Í fyrstu dást félagarnir að hugrekki Alfa en þegar voðaverkunum linnir ekki hættir þeim að lítast á blikuna.

Fransk-senegalski rithöfundurinn David Diop varpar ljósi á fáránleika skotgrafahernaðarins sem einkenndi fyrri heimsstyrjöldina, þar sem um tvö hundruð þúsund fótgönguliðar frá Vestur-Afríku létu lífið fyrir Frakkland. Afrísku hermennirnir gengu undir nafninu Chocolats vegna húðlitarins og var þeim ætlað að vekja skelfingu hjá óvininum sem mannætur og villimenn vopnaðir sveðjum.

David Diop (f. 1966) fæddist í Frakklandi en ólst upp í Senegal og flutti svo aftur til Frakklands til að fara í háskólanám. Hann er með doktorspróf frá Sorbonne háskóla og hefur sérstaklega rannsakað birtingarmyndir Afríkubúa í átjándu aldar bókmenntum Evrópu.

Ásdís Rósa Magnúsdóttir, þýðandi bókarinnar og prófessor í frönsku við Háskóla Íslands, skrifar eftirmála.

„Þetta er æði myrk saga, grimm og djöfulleg, um brostna drauma og það hvernig stríðið máir út mennskuna og öll mörk ásættanlegrar hegðunar skriðna.“ Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu ★★★★ 1/2

„Heim­ur bók­ar­inn­ar er ein­stak­ur og ger­ir lest­ur­inn vel þess virði. Lýs­ing­arn­ar eru ekki óþarf­ar, held­ur neyða okk­ur til að horf­ast í augu við and­styggi­leg­an heim þar sem ný­lendu­hyggja og stríðs­rekst­ur Evr­ópu­þjóða ganga í eina sæng.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Stundinni