Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Aðskotadýr

Forsíða bókarinnar

Það er sumar í Osló. Lilja og Betzy eru meðal kvenna sem fela sig fyrir ofbeldisfullum eiginmönnum á jarðaberjarbúgarði. Kona á sjötugasaldri rekur athvarfið af hugsjón. Hún gerir allt til að hjálpa. Eða hvað?

Dag einn uppgötvar Lilja að í trjánum leynast eftirlitsmyndavélar. Og þegar sex ára drengur gengur í svefni eina nóttina sér hann dálítið hræðilegt í skóginum.

Unga lögreglukonan Lydia Winter, sem er kölluð Snø, er komin aftur til starfa með Hay og Marian Dahle. Fjörutíu ára gamalt mannshvarfsmál, þar sem nokkurra var saknað, leiðir Snø á jarðarbúgarðinn ...

Unni Lindell er sannkölluð glæpasagnadrottning Noregs. Hún hefur tvívegis hreppt hin virtu Riverton-verðlaun í Noregi og vinsælar sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar sem m.a. hafa verið sýndar á RÚV.

„Ein flottasta og snjallasta röddin í heimi skandinavískra glæpasagna. Fimm stjörnur.“

Il Sole 24 Ore

„Þegar Lindell tekst best upp er lesandinn eins og límdur við blaðsíðurnar.“

Adresseavisen

„Þessi fer beint í efsta sætið. Fimm stjörnur.“

Dagbladet