Höfundur: Snjólaug Bragadóttir

Eldhiti

Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.

Myrkramaðurinn

57 ára gömul kona finnst myrt í Stovner fyrir utan Ósló. Lögregluforinginn Cato Isaksen og samstarfskona hans, Marian Dahle, sjá um rannsókn málsins. Konan sem var myrt virðist hafa verið einfari og þjáðst af þunglyndi. Eina manneskjan sem hún hafði samband við var kona á hjúkrunarheimili í nágrenninu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aðskotadýr Unni Lindell Ugla Það er sumar í Osló. Lilja og Betzy eru meðal kvenna sem fela sig fyrir ofbeldisfullum eiginmönnum á jarðaberjarbúgarði. Kona á sjötugasaldri rekur athvarfið af hugsjón. Hún gerir allt til að hjálpa. Eða hvað?
Eldhiti Ann Cleeves Ugla Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.
Heiðríkja Ann Cleeves Ugla Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. Um nótt hverfur ein úr hópnum, Eleanor, sporlaust. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð?
Játningar bóksala Shaun Bythell Ugla Shaun Bythell, fornbóksali í Wigtown í Skotlandi, sló í gegn með Dagbók bóksala. Hér heldur hann áfram þar sem frá var horfið — og bregður upp lifandi og bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar. Hlý, kaldhæðin og sprenghlægileg frásögn af lífi bókabéusannna.
Kannski í þetta sinn Jill Mansell Ugla Ástin var ekki ofarlega í huga Mimi þegar hún fór að heimsækja pabba sinn í litlu þorpi í Cotswolds á Englandi. Og það var ekkert rómantískt við fyrstu fundi hennar og Cal sem hún hitti í þorpinu. En Mimi gat ekki annað en heillast af honum. Fjórum árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný í London.
Ládeyða Ann Cleeves Ugla Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum hefur lítið sinnt vinnunni eftir andlát unnustu sinnar. En þegar blaðamaður finnst myrtur í bát í höfninni vill hann ólmur taka þátt í rannsókninni. Blaðamaðurinn var frá eyjum en hafði haslað sér völl í Lundúnum. Í ljós kemur að hann var að rannsaka mál tengt olíu- og gasfyrirtækjum í Norðursjó. V...
Nágrannavarsla Unni Lindell Ugla Hvaða hættur kunna að leynast í garði nágranna þíns? Er einhver í húsinu við hliðina sem á að standa autt? Sonja Jansen er ein heima að lesa undir próf. Hún hefur tekið að sér að vökva fyrir nágrannann í rólegu úthverfi. Hún verður vör við umgang í húsinu og hringir í lögregluna. Stuttu síðar hverfur hún sporlaust ...
Nákuldi Ann Cleeves Ugla Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.
Og nú ertu kominn aftur Jill Mansell Ugla Töfrandi kvöld í Feneyjum. Didi verður ástfangin upp fyrir haus – en ástmaðurinn lætur sig hverfa án þess að kveðja. Þrettán árum síðar hittir Didi hann aftur.
Það hófst með leyndarmáli Jill Mansell Ugla Lainey hreppti draumastarfið. En til þess þurfti hún að hagræða sannleikanum dálítið (jæja, talsvert mikið). Hún laðast að myndarlegum manni sem tengist starfi hennar. Hvernig myndi hann bregðast við ef hann vissi að hún hafði ekki verið heiðarleg við hann? Lainey er þó ekki sú eina sem geymir með sér leyndarmál – eins og brátt kemur í ljós ...
Þetta gæti breytt öllu Jill Mansell Ugla Ef Essie hefði ekki skrifað þetta tölvubréf – sem enginn átti að sjá nema besta vinkona hennar en fór óvart til allra sem hún þekkti – væri hún enn örugg í fanginu hjá Paul og jafnvel að undirbúa brúðkaup þeirra. En þá hefði hún aldrei flutt í risíbúðina við torgið – og aldrei hitt Conor eða kynnst Lucasi ...
Þrennt sem er frábært við þig Jill Mansell Ugla Hallie á sér leyndarmál. Hún er ástfangin. En það er ást sem er ekki líkleg til að raungerast. Og vinir hennar ætla ekki að hjálpa henni því þeir vita að Hallie á ekki langt eftir ...