Ævintýri og líf í Kanada
Endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar
Árið 1925 hélt Guðjón, þá rúmlega tvítugur, vestur um haf með ekkert nema eftirvæntinguna í farteskinu. Áratugum saman vann hann fyrir sér sem farandverkamaður og þegar hart var í ári veiddi hann í sig og á. Hann fór sínar eigin leiðir, hræddist hvorki birni né óblíða náttúru og mætti hinu óþekkta af óttaleysi og bjartsýni hins frjálsa manns.