Árangursrík stjórnun
Gæði - Viðhald - Heilbrigði og öryggi á vinnustað
Tímabær bók um árangursríka stjórnun. Í henni er leitast við að kynna fyrir lesandanum margvísleg viðfangsefni á sviði stjórnunar sem skipta máli í nútíð og framtíð, ekki síst hvað varðar málm- og véltækni. Allmörg verkefni fylgja bókinni sem er bæði ætluð fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og almenna lesendur.
Bókin skiptist í fjóra hluta:
1. Almenn atriði
2. Gæðastjórnun
3. Viðhaldsstjórnun
4. Stjórnun heilbrigðis og öryggis á vinnustað
Höfundur bókarinnar er véla-, flugvéla- og rekstrarverkfræðingur að mennt og hefur lengi starfað við staðlatengd málefni, flugöryggismál og stjórnunarkerfi. Hann starfar í dag sem ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf.