Útgefandi: IÐNÚ útgáfa

Efnisfræði fyrir málmiðnað

Bókin veitir á kerfisbundinn hátt innsýn í uppbyggingu, framleiðslu og úrvinnslu málma og annarra efna sem notuð eru í málmiðnaði. Þar er fjallað um hefðbundna og sjáldgæfari málma og málmblöndur, notkunarsvið þeirra og aðferðir við steypingu og herslu. Einnig er í bókinni ítarlegur kafli um plastefni og annar um keramísk efni.

Jæja 1 og 2

Íslenska fyrir byrjendur

Bókunum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir námsefni í íslensku fyrir erlenda nemendur á öllum aldri og á mörgum getustigum. Efni þeirra er á þyngdarstigi A1‒A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum og bera þemu og orðaforði bókanna þess merki. Í þeim er lögð áhersla á orðaforða og talæfingar um málefni sem standa ungu fólki nær.