Bærinn brennur
Síðasta aftakan á Íslandi
Margt hefur verið skrifað um morðin á Illugastöðum 1828, aðdraganda og eftirmál. Bóndinn Natan var myrtur ásamt öðrum manni, rændur og síðan kveikt í til að reyna að dylja verksummerki. Sögur spunnust um glæpinn og sakborningana – en hver er sannleikurinn? Þórunn leitar í frumgögn og varpar nýju ljósi á málið og einstaklingana sem við sögu komu.