Best fyrir
Framtíðin er ekki óskrifað blað í augum þeirra höfunda sem deila hér reynslu sinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hér er tekist á við kunnuglegan tilvistarótta og gefin fyrirheit um framhaldið.
Framtíðin er ekki óskrifað blað. Að minnsta kosti ekki í augum þeirra sjö höfunda sem deila hér reynslu sinni af framtíðinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. BEST FYRIR tekst á við kunnuglegan tilvistarótta og gefur fyrirheit um framhaldið.
„Hér kemur fljúgandi tímahylki úr framtíðinni, best fyrir dauðann; fullt af stórkostlegum skrifum sem sprengja hindranir með nánd, gáska, sannleik. Opnist!“
– Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur