Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Blóðsykursbyltingin

Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu

Forsíða bókarinnar

Með því að ná stjórn á blóðsykrinum má bæta andlega og líkamlega heilsu sína umtalsvert, því sykursveiflur hafa mikil áhrif á líkamann og geta ráðið úrslitum um þróun alvarlegra sjúkdóma. Hér gefur „glúkósagyðjan“ Jessie Inchauspé tíu einföld og aðgengileg hollráð til þess að jafna blóðsykurinn – án þess að hætta að borða það sem manni þykir best!