Höfundur: Jessie Inchauspé

Fjórar vikur – fjögur ráð

Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn

Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykursbyltingarinnar sem sló í gegn 2023. Hún sýnir hvernig hægt er að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu. Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blóðsykursbyltingin Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu Jessie Inchauspé Forlagið - Vaka-Helgafell Með því að ná stjórn á blóðsykrinum má bæta andlega og líkamlega heilsu sína umtalsvert, því sykursveiflur hafa mikil áhrif á líkamann og geta ráðið úrslitum um þróun alvarlegra sjúkdóma. Hér gefur „glúkósagyðjan“ Jessie Inchauspé tíu einföld og aðgengileg hollráð til þess að jafna blóðsykurinn – án þess að hætta að borða það sem manni þykir best!