Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie

Forsíða bókarinnar

Ungfrú Jean Brodie er enginn venjulegur kennari. Hún er ástríðufull, sjálfstæð, innblásin af rómantík og ber ekki minnstu virðingu fyrir ýmsum venjum og siðum sem skólastjórnin vill halda í heiðri. Hún laðar að sér dygga fylgjendur meðal nemenda í Marcia Blaine-stúlknaskólanum í Edinborg og þær fá brátt viðurnefnið Brodie-klíkan.

Hún reynir að móta þær í sinni mynd í þeirri von að þær verði þegar þær vaxa úr grasi „crème de la crème“ eins og hún. En ekki er allt sem sýnist. Undir fáguðu yfirborði ungfrú Brodie býr ískyggilegur sannleikur og undarlegur áhugi á fasisma ...

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie er frægasta skáldsaga Muriel Spark. Eins og í flestum öðrum bókum hennar tvinnast þar saman stílsnilld, harmþrunginn undirtónn og óviðjafnanlegur húmor.

Muriel Spark (1918–2006) var einn snjallasti skáldsöguhöfundur Breta á síðari hluta tuttugustu aldar. Áður hefur komið út eftir hana á íslensku skáldsagan Langur vegur frá Kensington.