Höfundur: Árni Óskarsson

Hnífur

Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar

Árið 2022 réðst grímuklæddur maður með hníf á Salman Rushdie og veitti honum lífshættulega áverka. Hér segir Rushdie í fyrsta sinn frá þessum skelfilegu atburðum og langri leiðinni til bata. Þetta er meistaraleg og afar opinská frásögn eins fremsta rithöfundar okkar tíma, hjartnæm lesning um lífið og ástina og styrkinn til að rísa upp að nýju.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blómaskeið ungfrú Jean Brodie Muriel Spark Ugla Ungfrú Jean Brodie er enginn venjulegur kennari. Hún er ástríðufull, sjálfstæð, innblásin af rómantík og ber ekki minnstu virðingu fyrir ýmsum venjum og siðum sem skólastjórnin vill halda í heiðri. Hún laðar að sér dygga fylgjendur meðal nemenda í Marcia Blaine-stúlknaskólanum í Edinborg og þær fá brátt viðurnefnið Brodie-klíkan.
Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu Olga Tokarczuk Bjartur Í afskekktri pólskri sveit eyðir Janina dögum sínum í að lesa stjörnuspeki, þýða kveðskap Williams Blake og sjá um sumarhús fyrir auðuga íbúa Varsjár. En einn daginn finnst nágranni hennar, sem hún kallar Háfeta, dauður við einkennilegar aðstæður. Olga Tokarczuk hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2018. "Algjör snillingur." Egill Helgason, RÚV
Hið stutta bréf og hin langa kveðja Peter Handke Ugla Ungur Austurríkismaður fer til Bandaríkjanna til að jafna sig eftir hjónaskilnað. Fljótlega verður hann þess áskynja að fyrrverandi eiginkona hans veitir honum eftirför. Hann leggur á flótta og hún eltir hann – eða elta þau hvort annað? Býr ást eða hefndarhugur að baki? Það er óljóst eins og svo margt í þessari mögnuðu bók sem er allt í senn fer...
Hið undarlega mál Jekylls og Hyde Robert Louis Stevenson Ugla Ofbeldisfullur maður lætur að sér kveða í Lundúnaborg nítjándu aldar. Ekkert er vitað um hann nema nafnið eitt: Hyde. Lögfræðingurinn Utterson reynir að komast að því hver hann er. Honum til furðu reynist Hyde vera kunningi hins virðulega læknis, Henrys Jekyll. Jekyll neitar í fyrstu að fordæma gjörðir Hydes – en brátt neyðist hann til að horfas...
Hlébarði í kjallaranum Amos Oz Ugla Í þessari skáldsögu segir af 12 ára dreng sem elst upp í Jerúsalem á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Breskir hermenn standa vörð á götunum. Sprengjur og skothvellir halda vöku fyrir fólki á nóttunni. Drenginn dreymir um að vinna hetjudáðir en raunveruleikinn er annar.
Neðanjarðarjárnbrautin Colson Whitehead Bjartur Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í neðanjarðarjárnbrautina grípur hún tækifærið. Margverðlaunað meistaraverk.
Nickel-strákarnir Colson Whitehead Bjartur Elwood Curtis er efnilegur piltur sem verður innblásinn af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á hörund ekki misstíga sig. "***** Hrífandi saga." EFI, Mbl. "Bók sem allir bókmenntaunnendur verða að lesa." Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
Tíundi maðurinn Graham Greene Ugla Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar.
Örvænting Vladimir Nabokov Bókaútgáfan Sæmundur Örvænting er glæpasaga eftir einn fremsta skáldsagnahöfund 20. aldar. Sagan er í senn fyndin, spennandi og margræð. Hér segir af mannlegum breyskleika, mannhatri og sturlun. Aðalsöguhetjan kynnist umrenningi einum sem honum finnst vera nákvæm eftirmynd sín. Um leið verða til myrkar og skoplegar ráðagerðir.