Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bráðin

Forsíða bókarinnar

Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ...

Bráðin var ein söluhæsta bók ársins 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Besta íslenska glæpasagan árið 2020! Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Hvaða erindi áttu þau í óbyggðir um hávetur? Af hverju yfirgáfu þau það litla skjól sem þau höfðu, illa búin og berskjölduð? Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ...

Hér er ekki allt sem sýnist, hvort sem það er blóðblettur í snævi þöktu landslagi fjarri mannabyggðum, truflanir á ratsjá – eða barnsskór sem kemur óvænt fram áratugum eftir að hann hvarf.

Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er mögnuð saga sem fær hárin á lesandanum til að rísa.

Bráðin hlaut Blóðdropann 2021 sem besta íslenska glæpasaga ársins 2020.