Útgefandi: Veröld

Dimma Drungi Mistur

Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim. Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023.

Ég læt sem ég sofi

Einstæð móðir tveggja barna fær íbúð leigða á mjög góðum kjörum en kemst fljótlega að því að það er engin tilviljun. Húsið á sér afar sorglega sögu. Lögreglan er send heim til smákrimma og þar finnst fyrir tilviljun taska sem kann að varpa ljósi á margra ára gamalt mál – þegar ung stúlka hvarf úr garðskúr og sást aldrei aftur.

Heim fyrir myrkur

Heim fyrir myrkur fékk Blóðdropann – Íslensku glæpasagnaverðlaunin 2023. Eva Björg hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis. Þær sitja á metsölulistum víða um heim og fá hvarvetna frábæra dóma. „Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda.“ The Times.

Hulda

„Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times. Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri. Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu.

Kafalda

Metnaðarfullur aðstoðarmaður ráðherra verður fyrir netárás sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þróaðar símanjósnir og ný kynslóð tölvutækni gerir ósýnilegum óvinum hans auðvelt að leika sér með orðstír hans, æru og fyrirætlanir. Samstarfsmenn hans halda að sér höndum og það hriktir í stoðum fjölskyldunnar.