Bretaveldi
Sú var tíð að Bretar réðu víðfeðmasta heimsveldi sögunnar. Saga þess hófst á valdadögum Elísabetar I á 16. öld og stóð fram á þá 20. Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu Breska heimsveldisins í stuttu máli, skýrir ris þess og hnig.