Algóritmi ástarinnar
Lítilmagnar
Það er meira myrkur í Stokkhólmi samtímans en virðist við fyrstu sýn og lítilmagnarnir eiga hvergi skjól. Grípandi spennusaga um samfélag andstæðnanna þar sem eini samnefnarinn er ást.
Það er meira myrkur í Stokkhólmi samtímans en virðist við fyrstu sýn og lítilmagnarnir eiga hvergi skjól. Grípandi spennusaga um samfélag andstæðnanna þar sem eini samnefnarinn er ást.
Vordagur í Linköping. Ungur maður finnst myrtur og svo virðist sem étið hafi verið af líkinu. Ýmsar vísbendingar leiða rannsókn málsins í ólíkar áttir. Var maðurinn myrtur af því að hann var samkynhneigður eða hafði morðið eitthvað með starf hans sem lyfjafræðingur að gera?
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Bretaveldi | Jón Þ. Þór | Urður bókafélag | Sú var tíð að Bretar réðu víðfeðmasta heimsveldi sögunnar. Saga þess hófst á valdadögum Elísabetar I á 16. öld og stóð fram á þá 20. Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu Breska heimsveldisins í stuttu máli, skýrir ris þess og hnig. |
Böðulskossinn | Mons Kallentoft | Ugla | Malin Fors er komin aftur til Linköping eftir viðburðaríkan tíma í Bangkok. Hún er varla búin að koma sér fyrir þegar flugvöllurinn í Linköping verður vettvangur stærstu gíslatöku í sögu Svíþjóðar. Um sumarið skellur á grimmileg ofbeldisalda í Linköping. Malin og félagar eltast við morðingja sem virðist alltaf vera skrefi á undan ... |
Eiríkur af Pommern Konungur Íslands og Norðurlanda | Jón Þ. Þór | Urður bókafélag | Eiríkur af Pommern var konungur Íslands í 53 ár, frá 1389 - 1442, lengur en nokkur annar að Kristjáni IV einum undanskildum. Hans er þó sjaldan getið rækilega í íslenskum söguritum en í þessari bók er ljósi varpað á sögu hans og forvitnilega þætti í sögu Norðurlanda og Eystrasalts á miðöldum. |
Fjórar systur Saga rússnesku keisaradætranna | Helen Rappaport | Ugla | Í þessari margrómaða sagnfræðiriti er brugðið upp lifandi myndum af stuttri ævi rússnesku keisaradætranna, Olgu, Tatjönu, Maríu og Anastasíu. Rúmri öld eftir andlát sitt fá þær loks rödd – með innsýn í dagbækur þeirra og einkabréf. Við kynnumst líka fjölskyldu þeirra, veikri móður, bróður sem þjáðist af dreyrasýki og áhrifum furðumannsins Raspút... |
Heyrðu mig hvísla | Mons Kallentoft | Ugla | Tim Blanck er kominn aftur til Palma þar sem sextán ára gömul dóttir hans hvarf fyrir fimm árum. Hann hélt að hann vissi hver örlög hennar hefðu orðið en nýjar upplýsingar setja strik í reikninginn. Gæti hún verið á lífi? Örvæntingarfull leit hans beinir honum inn í óhugnanlegan heim mansals. Hann er reiðubúinn að fórna öllu til að finna dóttur ... |
Himinópið | Mons Kallentoft | Ugla | Á brennheitum ágústdegi finnst lítill drengur látinn í bíl. Þegar Malin Fors kemur á staðinn situr móðir hans í forsælu undir tré með son sinn í fanginu. Örvæntingarfull óp hennar hafa breyst í angurværan ekka. |
Höndlað við Pollinn Saga verslunar og viðskipta á Akureyri frá öndverðu til 2000 | Jón Þ. Þór | Hið íslenska bókmenntafélag | Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson ... |
Kleópatra Ævi, ástir og örlög síðustu drottningar Egyptalands | Jón Þ. Þór | Urður bókafélag | Ævi Kleópötru VII, síðustu drottningar Egyptalands, var stórbrotin örlagasaga. Fornar heimildir herma að hún hafi verið íðilfögur og undanfarin tvö þúsund ár hefur verið haft fyrir satt að engin kona hafi nokkru sinni jafnast á við hana að fegurð. Enginn veit hins vegar með vissu hvernig þessi meinta fegurðardís leit út. |
Klúbburinn | Matilda Voss Gustavsson | Ugla | Árið 2017 ásökuðu átján konur áhrifamann í sænsku menningarlífi um áreitni, hótanir og nauðganir. Ásakanirnar lömuðu m.a starfsemi Sænsku akademíunnar, einnar elstu og virtustu menningarstofnunar veraldar. Í þessari bók er saga kvennanna rakin, fjallað um afleiðingar uppljóstrunar þeirra og hversu langt sumir leyfa sér að ganga í nafni listarinnar. |
Rauð rúlletta Frásögn innanbúðarmanns af auðævum, völdum, spillingu og hefnd í Kína okkar daga | Desmond Shum | Ugla | Í þessari einstöku og upplýsandi bók sviptir höfundur hulunni af ráðandi elítu í Kína og afhjúpar hvað raunverulega gerist á bak við luktar dyr i fjármálaheiminum í þessu fjölmennasta ríki heims þar sem leynd og ógn hefur löngum verið ríkjandi. Gríðarleg spilling, óhóf auðmanna og grimmilegar afleiðingar ef skerst í odda við ráðandi öfl. |
Satanskjaftar Malin Fors 13 | Mons Kallentoft | Ugla | Vordagur í Linköping. Ungur maður finnst myrtur og svo virðist sem étið hafi verið af líkinu. Ýmsar vísbendingar leiða rannsókn málsins í ólíkar áttir. Var maðurinn myrtur af því að hann var samkynhneigður eða hafði morðið eitthvað með starf hans sem lyfjafræðingur að gera? |
Vítisfnykur | Mons Kallentoft | Ugla | Malin Fors hefur yfirgefið Linköping og sest að í Bangkok í Taílandi þar sem hún gegnir tímabundnu starfi á vegum sænsku lögreglunnar. Einsemdin þjakar hana og freistingar eru á hverju götuhorni. En eins og jafnan finnur hún sálarró í vinnunni. Sænsk kona er myrt með hrottafengnum hætti í Bangkok. Hver er hún? Tengist morðið ef til vill atburðum... |