Brotin kona

Forsíða bókarinnar

Smásagnasafnið Brotin kona (La Femme rompue) kom út árið 1967 og er síðasta skáldverk höfundar. Verkið er áhrifamikið og skrifað af djúpu innsæi. Þar er að finna þrjár sögur sem endurspegla togstreituna milli sjálfsmyndar kvenna og hefðbundinna kynhlutverka. Irma Erlingsdóttir skrifar inngang að sögunum.