Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bekkurinn minn Bumba er best!

Forsíða bókarinnar

Bumba er best fjallar um Óðin, sem er óvenju daufur í dálkinn þessa dagana. Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast!

Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu. Bekkurinn minn fjallar um nemendur í bekk í íslenskum grunnskóla.

Snjórinn lætur bíða eftir sér og mömmur hans vilja losa sig við köttinn þeirra. Það má ekki gerast!

Með hjálp Halldóru vinkonu sinnar finnur Óðinn fullkomna lausn á málinu.

Bekkurinn minn er bókaflokkur fyrir byrjendur í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.