Amelía og Óliver
Amelía og Óliver er hugljúf saga um vináttu og leikgleði.
Síða 1 af 2
Amelía og Óliver er hugljúf saga um vináttu og leikgleði.
Sara er ungur fatahönnuður í Reykjavík. Nokkru eftir erfiðan missi gefur hún sér tíma til að yfirfara litla húsið í Kjósinni sem hún erfði eftir ömmu sína. Þegar myndarlegur maður bankar óvænt upp á fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir.
Bangsi á heldur betur viðburðaríkan dag á leikvellinum! Einföld og litrík saga fyrir yngstu lesendurna og fólkið sem fer með þeim út að leika.
Fjör á hrekkjavöku! Jólasveinarnir hafa verið ósköp prúðir síðustu áratugina. En þegar Stekkjastaur fréttir af hrekkjavökunni rifjast upp fyrir honum hvað þeir bræður voru áður miklir hrekkjalómar. Ó, þvílíkt fjör hjá þeim ... en bæjarbúar eru ekki eins ánægðir ...
Vilt þú vera hugmyndasmiður? Í þessari bók kynnist þú aðferðum við að hugsa skapandi, fá hugmyndir og láta þær verða að veruleika. Bókin fjallar líka um það hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir framtíðina. Í gegnum verkefnið læra krakkar um nýsköpun, sem eflir frumkvöðlafærni þeirra og hvetur þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.
Sokkalabbarnir búa á eldfjallaeyju og það er byrjað að gjósa í stóra fjallinu! Sokkarnir föndra og teikna sín eigin eldföll en Grændísi líður eins og eldfjallið hans Blúsa sé miklu flottara en hennar eigið.
Hendi! Fjallar um fótboltastrákinn Hallgrím og eftirminnilegt atvik á battavellinum. Þegar þeir Amir keppa á móti eldri krökkum í fótbolta heyra þeir sögu sem ásækir þá. Missti Úlfur í alvörunni hendina í ísbjarnarárás á Grænlandi? Eða var það hákarl…?
Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu. Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur. Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni. En núna er allt farið í vaskinn.
Bendibækur eru fyrstu bækur barnsins og tengja saman hlut, orð og mynd. Þær þurfa því að endurspegla það umhverfi sem barnið er að átta sig á. Lestur í hlýju fangi eflir málþroska og skapar notalegar gæðastundir sem barn og lesandi njóta saman.
Bendibækur eru fyrstu bækur barnsins og tengja saman hlut, orð og mynd. Þær þurfa því að endurspegla það umhverfi sem barnið er að átta sig á. Lestur í hlýju fangi eflir málþroska og skapar notalegar gæðastundir sem barn og lesandi njóta saman.
Jósefína ætlar að skipuleggja rosalegustu Lúsíugöngu í sögu skólans. Emma er leynivinur stráks sem hatar jólin en hún neitar að gefast upp - hann skal komast í jólaskap! Amöndu finnst allt gjafastússið farið úr böndunum og stingur upp á að gefa heimatilbúnar gjafir í ár - en getur hún búið til gjafir?
Davíð og Natalía hafa verið bestu vinir síðan þau fæddust. Þau hafa líka verið að keppa síðan þau fæddust. Nú etja þau kappi í splunkunýrri keppni sem gengur út á að komast í samband. Upphitun sem setur tóninn, brösuglegt upphaf, æsispennandi framvinda og óvæntar lokamínútur.
Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby! En æfingarnar breytast í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst!
Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fái að fara með í gistingu til ömmu og afa. Hún fær þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt. Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun.
Jólakötturinn er alltaf í vondu skapi. Einn daginn ákveður Stúfur að hjálpa honum að finna gleðina og góða skapið sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra. En þegar þeir félagar finna lítið lamb í hættu breytist dagurinn í svakalegan björgunarleiðangur!
Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu. Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar. Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti ...
Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.
Amanda fer í skíðafrí með stjúpbræðrum sínum – og með tognaðan ökkla. Ekki beint draumafríið, en svo hitter hún Melvin. Hann er sætur og það er svo gott að tala við hann að Amanda opnar sig á annan hátt en hún hefur áður gert. Líður Melvin eins og henni eða er hann bara að vera almennilegur?