Útgefandi: Bókabeitan

Síða 1 af 2

Hugmyndasmiðir: Frábær hugmynd!

Vilt þú vera hugmyndasmiður? Í þessari bók kynnist þú aðferðum við að hugsa skapandi, fá hugmyndir og láta þær verða að veruleika. Bókin fjallar líka um það hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir framtíðina. Í gegnum verkefnið læra krakkar um nýsköpun, sem eflir frumkvöðlafærni þeirra og hvetur þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Sokkalabbarnir Sóli fer á ströndina

Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.