Österlen-morðin Dauðinn á opnu húsi
Þegar glæpasagnahöfundur og grínisti skrifa saman krimma í anda Agöthu Christie, getur útkoman varla orðið annað en góð. Ferkantaður rannsóknarlögreglumaður frá Stokkhólmi rannsakar morð í smábæ á Skáni. Sveitalubbaháttur lögreglunnar á staðnum fer mjög í taugarnar á honum en hann á jafnbágt með að þola broddborgarana sem verja sumarfríinu þar.
„Dauðinn á opnu húsi er skemmtileg blanda húmors og alvarleika, „kósíkrimmi“ af betri gerðinni.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið