Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Draumurinn

Forsíða kápu bókarinnar

Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. Flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn ... en reyndist síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta.

Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. Flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn ... en reyndist síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta.

Ég hljóp í geðshræringu frá markinu, bjó mig undir geðveikar móttökur hjá strákuknum og fagnaðaróp áhorfenda. En það var bara þögn. Liðsfélagar mínir stóðu í hnapp, ringlaðir á svip og andstæðingarnir – þeir voru brjálaðir!

Þeir hópuðust að mér og kölluðu mig öllum illum nöfnum. Dómarinn kom aðvífandi, líka Gunni þjálfari og þjálfari Glámsmanna líka ... það var allt að verða vitlaust og ég skildi ekkert. Vorum við ekki að vinna leikinn?