Dreki í múmíndal
Hugljúf og falleg saga um síðasta drekann í veröldinni, sem múmínsnáðinn finnur í gruggugri tjörn. Drekinn glitrar sem gull, lifir á flugum og er ákaflega þrjóskur. Múmínsnáðinn þráir ekkert meira en að eiga dreka en drekinn kýs miklu frekar félagsskap Snúðs! Litríkar teikningar varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.