Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Duft

Söfnuður fallega fólksins

Forsíða bókarinnar

Verónika er einkadóttir vellauðugra líkamsræktarfrömuða á Íslandi sem eru helteknir af yfirborðinu. En það sem marir undir seytlar samt óhjákvæmilega í gegn. Duft spinnur margslunginn vef um líf Veróniku og fjallar um líkindi truflaðrar fjölskyldu við sértrúarsöfnuð, og hvernig venjulegt fólk kemur sér í óvenjulegar aðstæður.