Höfundur: Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Hrekkjavökur

Varúð! Hrekkjavökur eru hryllilega fyndnar sögur fyrir hugrökk börn. Hér leynast allskyns kynjaverur og hrikalegar skepnur sem hafa hrætt líftóruna úr kátum krökkum alla tíð síðan í eldgamla daga. Nú er tíminn til að snúa lyklinum í skránni, leiða hjá sér marrið í hurðinni og hleypa óttanum inn fyrir þröskuldinn ... og kannski hlæja smá í leiðinni.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Allt sem rennur Bergþóra Snæbjörnsdóttir Benedikt bókaútgáfa Á hverju ári sendir hún fyrrverandi eiginmanni sínum skilaboð ég lifi á hverju ári svarar hann ég veit Allt sem rennur er ný ljóðsaga eftir höfund Flórída og Svínshöfuðs .
Duft Söfnuður fallega fólksins Bergþóra Snæbjörnsdóttir Benedikt bókaútgáfa Verónika er einkadóttir vellauðugra líkamsræktarfrömuða á Íslandi sem eru helteknir af yfirborðinu. En það sem marir undir seytlar samt óhjákvæmilega í gegn. Duft spinnur margslunginn vef um líf Veróniku og fjallar um líkindi truflaðrar fjölskyldu við sértrúarsöfnuð, og hvernig venjulegt fólk kemur sér í óvenjulegar aðstæður.