Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dulstirni / Meðan glerið sefur

ljóðatvenna

Forsíða bókarinnar

Ljóðheimur Gyrðis Elíassonar er í senn víðfeðmur og nærtækur. Þar skarast innri og ytri öfl, draumur og veruleiki, orð og athafnir. Líf mannsins í hverfulum heimi er nú sem fyrr höfuðviðfangsefni skáldsins og yrkisefnin óþrjótandi. Í þessari myndarlegu ljóðatvennu birtast rúmlega 200 ný og fersk ljóð sem eiga erindi við samtímann.

Fjörutíu ár eru liðin frá því fyrsta ljóðabók Gyrðis, Svarthvít axlabönd, kom út.