Útgefandi: Dimma

Hótelsumar

Skáldsaga sem var einskonar forsmekkur að hinum rómaða þríleik, Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgarmarsinum. Í Hótelsumri snýr sögumaður aftur á heimaslóðir eftir erfiðan skilnað og reynir að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri ritröð af verkum höfundarins.

Í landi sársaukans

Alphonse Daudet (1840-1897) var einn þekktasti rithöfundur Frakka á ofanverðri nítjándu öld, einkum fyrir smásögur, skáldsögur og leikrit. Nú á tímum eru mörg af verkum hans fallin í gleymsku, en þó ekki hið sígilda Bréf úr myllunni minni sem kom út á íslensku fyrir margt löngu og svo þessi sérstæða bók.

Kallfæri

Hér er ort af stakti snilld sem birtist í einstakri myndvísi, næmum skilningi og hárfínni ádeilu á samtímann. Lífsspeki kallast á við lífsgleði. Meitlaður skáldskapur einsog hann gerist bestur. Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín.

Ljóðasafn I

Fimm fyrstu ljóðabækur Gyrðis, sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið, eru hér saman komnar í einu bindi og marka upphafið að vönduðum endurútgáfum verka skáldsins. Hér birtast Svarthvít axlabönd, Tvíbreitt (svig)rúm, Einskonar höfuð lausn, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

Sandárbókin

pastoralsónata

Ein vinsælasta saga höfundarins, sterk og áleitin, þar sem ótal kenndir og tilfinningar krauma undir sléttu yfirborðinu. Málari sem hefur sest að í hjólhýsabyggð ætlar að einbeita sér að því að mála tré, en dvölin er þó öðrum þræði hugsuð til að öðlast hugarró eftir ýmis áföll í lífinu. Útgáfan er hluti af nýrri ritröð bóka Gyrðis Elíassonar.

Spunatíð

Í þessari nýju ljóðabók er spunnið úr þjóðlegum þráðum en einnig ferskum og framandi svo úr verður fjölbreyttur vefur þar sem fléttast saman frjáls póesía og háttbundin ljóð. Hjartsláttur lífsins er aldrei langt undan. Spunatíð er ellefta frumsamda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, en ljóð hans hafa verið þýdd og gefin út á mörgum tungumálum.

Undir eplatrénu

Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld. Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála. Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar.