Dýrabær

Forsíða bókarinnar

Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum. Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta. Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu.