Höfundur: Huginn Þór Grétarsson

Dýrabær

Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum. Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta. Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
100 fyrstu orðin Óðinsauga útgáfa Þessi bók er með 80 vandaða flipa til að lyfta upp. Þroskandi verkfæri til að auka orðaforða barna.
100 myndskreyttir brandarar Huginn Þór Grétarsson Óðinsauga útgáfa Fimm brandarabækur og allar hafa þær slegið í gegn. En þessi er stærri og flottari, og nú í fyrsta skipti eru allir brandararnir myndskreyttir og í lit! Þetta eru jafn stór tíðindi og þegar litasjónvarpið kom fyrst til landsins! Þessi bók er happafengur fyrir káta krakka sem elska að hlægja.
Ekki opna þessa bók að eilífu Andy Lee Óðinsauga útgáfa Áttunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki. Í þessari bók ferðast lesandinn aftur í tíma í gegnum söguna alla leið aftur til Miklahvells. Bókin ýtir undir lestur barna. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ekki opna þessa bók - ALDREI Andy Lee Óðinsauga útgáfa Ekki opna þessa bók! Aldrei! Þessar frábæru bækur hafa slegið í gegn hjá börnum. Þær hvetja þau til að lesa áfram með öfugri sálfræði og gamansömum uppákomum. Bókaflokkurinn hefur verið tilnefndur af börnum tvö ár í röð sem bestu þýddu barnabækurnar.
Ævintýri hinna fimm fræknu Fimm og ævintýri í vetrarfríinu Enid Blyton Óðinsauga útgáfa Smásaga eftir Enid Blyton skreytt glænýjum litmyndum: Tommi tekur eftir mjög grunsamlegu fólki um borð í lest. Hvað er svona óvenjulegt við einn farþegann? Hvernig munu hin fimm fræknu leysa þessa ráðgátu?
Hvað veistu um tölvuleiki? Birkir Grétarsson og Huginn Þór Grétarsson Óðinsauga útgáfa Hversu vel þekkirðu vinsælustu tölvuleikina? Í þessari bók er að finna fjölbreyttar spurningar fyrir alla tölvuleikjaspilara. Ungir spilarar eru á heimavelli þegar spurt er um nýjustu leikina en eldri spilarar fyllast fortíðarþrá þegar þeir rifja upp leiki sem umvöfðu æsku þeirra. Hvað er betra en að taka sér stutta pásu frá tölvuspilun og sprey...
Íslenskar draugasögur Svanhildur Sif Halldórsdóttir og Huginn Þór Grétarsson Óðinsauga útgáfa Við Íslendingar eigum ríka sagnahefð sem teygir sig aftur til tíma landnámsmanna. Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur spila þar oftar en ekki stórt hlutverk. Þessar óvættir urðu ekki eftir í fortíðinni heldur eru hér enn og stundum stíga þær út úr myrkrinu. Í þessari bók má finna draugasögur frá nútímanum.
Sagan af Gýpu Óðinsauga útgáfa Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppiltrýnu. Síðan heldur hún af stað. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar? Stórkostlegt íslenskt ævintýri.
Slökkvilið Óðinsauga útgáfa Þessi bók fjallar um starf slökkviliðsmanna og tækjakost þeirra. Myndirnar lyftast upp úr síðunum þegar blaðsíðunum er flett. Vönduð spjaldabók, vegleg gjöf.
Tryllti tannlæknirinn Huginn Þór Grétarsson Óðinsauga útgáfa Þessi saga fjallar um hana Völu. Hún borðar mikið sælgæti og burstar ekki tennurnar. Hún vaknar því upp um miðja nótt með tannpínu. Eina tannlæknastofan sem er opin um miðja nótt er frekar draugaleg og þar kynnist Vala tryllta tannlækninum. Bókin hentar vel til að æfa lestur.