Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dýralíf

Forsíða bókarinnar

Í vetrarmyrkri er áður óþekkt lægð í aðsigi. Ung ljósmóðir býr í íbúð sem hún erfði eftir ömmusystur sína. Upp úr kassa undan Chiquita-banönum koma þrjú handrit sem ömmusystirin vann að, Dýralíf, rannsókn á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um ljósið og Tilviljunin.
Dýralíf fjallar um brothættasta og grimmasta dýrið: manninn og leitina að mennskunni.