Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir

DJ Bambi

Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
DJ Bambi Auður Ava Ólafsdóttir Benedikt bókaútgáfa Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.
Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir Benedikt bókaútgáfa Í vetrarmyrkri er áður óþekkt lægð í aðsigi. Ung ljósmóðir býr í íbúð sem hún erfði eftir ömmusystur sína. Upp úr kassa undan Chiquita-banönum koma þrjú handrit sem ömmusystirin vann að, Dýralíf, rannsókn á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um ljósið og Tilviljunin. Dýralíf fjallar um brothættasta og grimmasta dýrið: manninn og leit...
Eden Auður Ava Ólafsdóttir Benedikt bókaútgáfa Málvísindakona, sérfræðingur í fámennistungumálum, ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu. Eden fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum.
Sóley Eiríksdóttir: Gletta Auður Ava Ólafsdóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir Hafnarborg Vegleg sýningarskrá sem gefin var út í tilefni samnefndrar sýningar á verkum listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994) í Hafnarborg í ársbyrjun 2023. Bókin er einnig prýdd ljósmyndum af úrvali af verkum Sóleyjar, jafnt grafíkverkum sem þrívíðum verkum, sem hún vann í leir, steinsteypu eða brons. Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.