Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skemmtilegu dýrin

sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skrítileg en fyrst og fremst forvitnileg

Forsíða bókarinnar

Mennirnir eru skemmtilegir en dýrin eru ennþá skemmtilegri! Það er að minnsta kosti skoðun þeirra feðgina Veru og Illuga sem skín í gegn í þessari forvitnilegu bók um fjölbreytilegan hóp dýra sem eru alls staðar í kringum okkur. Þetta er bók fyrir dýravini á öllum aldri, stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum.

Allt frá kunnuglegum dýrum eins og köttum, hundum og hestum til sannkallaðra furðudýra sem við sjáum kannski ekki oft en verðum að kynnast! Eftir furðufuglana Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson