Höfundur: Illugi Jökulsson

Bestu karlarnir

Öflugustu fótboltamenn heims

Viltu kynnast þeim allra bestu? Lestu allt um hetjurnar. Hverjir eru þeir? Hvað geta þeir? Hverjar eru þeirra sterkustu hliðar? Hér kynnist þú betur helstu snillingum heims í fótbolta, Mbappé, Bellingham, Vinícius Júnior, Musiala, Lamine Yamal og öllum hinum. Líflegur og fróðlegur texti, flottar myndir, skemmtilegar staðreyndir.

Real Madrid

Konungar knattspyrnunnar

„Að spila fyrir Real er eins og að snerta himininn,“ segja Spánverjar. Margir bestu fótboltamenn sögunnar hafa spilað með liðinu og sigurgangan er rétt að byrja. Í þessari skemmtilegu bók, sem er fyrir alla aldurshópa, er saga liðsins rakin frá snillingum fyrri tíma til stjarna samtímans. Líflegur texti, flottar myndir, fróðlegar staðreyndir.

Rétt áðan

Árum saman hefur Illugi Jökulsson punktað hjá sér ýmislegt af því sem hann sér og heyrir, man og upplifir á ferðum sínum um lífið, samfélagið, veröldina, verslanirnar og heitu pottana. Hér eru þær sögur komnar í eina bók — sprúðlandi fyndnar, nístandi átakanlegar, fallega hlýjar og allt þar á milli.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dýrin sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skemmtileg en fyrst og fremst forvitnileg! Vera Illugadóttir og Illugi Jökulsson Sögur útgáfa Þau eru ægileg, hlægileg, furðuleg og forvitnileg! Dýrin, eftir feðginin Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson. Bók stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum. Bráðskemmtileg, illvíg og ófrýnileg. Baneitruð, krúttleg, örsmá og risastór. Útdauð, ómissandi, ótrúleg og sprenghlægileg!
Haaland – sá hættulegasti Illugi Jökulsson Sögur útgáfa Erling Braut Haaland! Norska undrið sem þaut sem hvirfilbylur yfir knattspyrnuheiminn. Hann hættir ekki að skora og enginn kann að verjast honum. Mótherjar kalla hann skepnu, ómennskan. Er hann sá hættulegasti í sögunni - og bara rétt að byrja? Kynnumst sögu undradrengsins, æskunni og hröðum uppgangi í hressandi frásögn skreyttri frábærum myndum.
Hetjurnar á HM Illugi Jökulsson Sögur útgáfa Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsti íþróttaviðburður veraldar. Það er sama hvað hver segir, engin íþrótt jafnast á við fótbolta að dramatík, vinsældum og spennu. Og engin keppni jafnast á við HM í fótbolta, sem haldin er á fjögurra ára fresti. HM 2022 er beðið með óþreyju um allan heim. Lestu allt um hetjurnar á HM!
Skemmtilegu dýrin sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skrítileg en fyrst og fremst forvitnileg Vera Illugadóttir og Illugi Jökulsson Sögur útgáfa Mennirnir eru skemmtilegir en dýrin eru ennþá skemmtilegri! Það er að minnsta kosti skoðun þeirra feðgina Veru og Illuga sem skín í gegn í þessari forvitnilegu bók um fjölbreytilegan hóp dýra sem eru alls staðar í kringum okkur. Þetta er bók fyrir dýravini á öllum aldri, stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum.
Tólf keisarar Gaius Suetonius Tranquillus Storytel Um árið 100 hóf Suetonius að skrifa sögu fyrstu keisara Rómaveldis. Í afar fjörugri og líflegri frásögn rekur hann afreksverk þeirra jafnt sem ótrúlega glæpi, samsæri, undirferli og yfirsjónir í rúminu í bland við orrustur, borðsiði og fjölskyldumál. Sería í 12 hlutum þar sem fjallað er um ótrúlega sögu keisaranna.