Efnisfræði fyrir málmiðnað
Bókin veitir á kerfisbundinn hátt innsýn í uppbyggingu, framleiðslu og úrvinnslu málma og annarra efna sem notuð eru í málmiðnaði. Þar er fjallað um hefðbundna og sjáldgæfari málma og málmblöndur, notkunarsvið þeirra og aðferðir við steypingu og herslu. Einnig er í bókinni ítarlegur kafli um plastefni og annar um keramísk efni.
Bókin er samin sem kennsluefni fyrir málmiðnaðar- og vélstjórnarbrautir framhaldsskóla, tækninám og annað nám þar sem staðgóð þekking á efnisfræði er nauðsynleg. Hún hentar einnig sem uppsláttarrit í tengslum við margvísleg störf í málmiðnaði.