Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Esseyja

Island Fiction

  • Myndhöfundur Þorgerður Ólafsdóttir
  • Höfundar Þorgerður Ólafsdóttir, Birna Lárusdóttir, Þóra Pétursdóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Becky Forsythe
Forsíða bókarinnar

Í bókinni Esseyju / Island Fiction er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem takast á við margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar.

Bókin er gefin út á íslensku og ensku og í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature.

Í bókinni fá lesendur innsýn í ferðasögu og myndlistarverk Þorgerðar í tengslum við Surtsey, samhliða textum sem varpa fram margskonar hugleiðingum um sögu, tilvist og merkingu eyjarinnar í fjarska. Í tengslum við útgáfu bókarinnar og 60 ára gosafmæli Surtseyjar, hefur Þorgerður sett upp nýtt verk á Kömbunum, Hellisheiði, þar sem vel sést til Surtseyjar í björtu veðri.