Esseyja
Island Fiction
Í bókinni Esseyju / Island Fiction er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem takast á við margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar.
Bókin er gefin út á íslensku og ensku og í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature.
Í bókinni fá lesendur innsýn í ferðasögu og myndlistarverk Þorgerðar í tengslum við Surtsey, samhliða textum sem varpa fram margskonar hugleiðingum um sögu, tilvist og merkingu eyjarinnar í fjarska. Í tengslum við útgáfu bókarinnar og 60 ára gosafmæli Surtseyjar, hefur Þorgerður sett upp nýtt verk á Kömbunum, Hellisheiði, þar sem vel sést til Surtseyjar í björtu veðri.