Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Farþeginn

Forsíða bókarinnar

Tímamótaverk eftir þýska rithöfundinn Ulrich Alexander Boschwitz (1915-1942), enda þótt bókin kæmi ekki út í Þýskalandi fyrr en upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018. Eitt allra fyrsta bókmenntaverkið til að lýsa örlögum þýskra gyðinga og nú metsölubók víða um heim.

Þýski rithöfundurinn Ulrich Alexander Boschwitz (1915–1942) sendi aðeins frá sér tvær skáldsögur á stuttri ævi. Sú fyrri kom út á sænsku árið 1937 undir dulnefni, en Farþeginn birtist á ensku árið 1939, fyrst í Englandi og síðan Bandaríkjunum. Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða, enda er þetta sennilega eitt allra fyrsta bókmenntaverkið til að lýsa örlögum þýskra gyðinga. Metsölubók víða um heim.