Goðheimar 13 Feigðardraumar
Þrettánda bókin í þessum sívinsæla flokki kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. Loki er þjakaður af martröðum sem runnar eru undan rifjum Heljar og í verstu martröðinni verður hann Baldri að bana. Loki einsetur sér að passa upp á Baldur til þess að draumurinn rætist ekki – sem reynist mjög erfitt, ekki síst fyrir Höð, hinn blinda bróður Baldurs.