Höfundur: Peter Madsen

Goðheimar 14 Múrinn

Næstsíðasta bókin í þessum vinsæla myndasagnabálki. Frjósemisguðinn Freyr fær augastað á jötnameyjunni Gerði og Þjálfi er sendur til Gymisgarða í gervi Skírnis skósveins til þess að sannfæra stúlkuna um að eiga stefnumót við guðinn. Sú ferð reynist sannkallað hættuspil því að Ragnarök nálgast óðum og mikill jötnaher hefur safnast fyrir á staðnum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Goðheimar 13 Feigðardraumar Peter Madsen Forlagið - Iðunn Þrettánda bókin í þessum sívinsæla flokki kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. Loki er þjakaður af martröðum sem runnar eru undan rifjum Heljar og í verstu martröðinni verður hann Baldri að bana. Loki einsetur sér að passa upp á Baldur til þess að draumurinn rætist ekki – sem reynist mjög erfitt, ekki síst fyrir Höð, hinn blinda bróður Baldurs.
Goðheimar 12 Gegnum eld og vatn Peter Madsen Forlagið - Iðunn Nú kætast aðdáendur Goðheimabókanna því sú tólfta er komin út á íslensku í fyrsta sinn. Óðinn og Loki ferðast til Bjarmalands til að athuga hvers vegna íbúarnir eru hættir að blóta guðina. Þar komast þeir í kast við illyrmið Geirröð konung og jötnameyjar hans, en þegar Þór mætir til bjargar reynist hann óvænt vera án hamarsins góða.
Goðheimar Leyndardómurinn um skáldamjöðinn Peter Madsen Forlagið - Iðunn Eitt vetrarkvöld berja tveir dvergar dyra hjá Óðni og krefjast hjálpar við að endurheimta mjaðarkerald sitt. Eftir að hafa bragðað á ljúffengum miðinum sem þeir hafa meðferðis ákveður Óðinn að hjálpa þeim. En hvers vegna skyldi hann allt í einu vera farinn að tala í rími? Þetta er ellefta bókin í þessum sívinsæla bókaflokki.