Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ferðataskan

  • Höfundur Sergei Dovlatov
  • Þýðandi Áslaug Agnarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Rússneski rithöfundurinn Sergej Dovlatov sendi frá sér á annan tug bók, flestar eftir að hann fluttist frá heimalandinu og settist að í Bandaríkjunum. Ferðataskan er eitt af þekktustu verkum hans og kom fyrst út árið 1986. Í átta lauslega tengdum köflum gerir höfundur sér mat úr innihaldi töskunnar sem hann hafði meðferðis í sjálfskipaða útlegð til New York. Einstakur stíll Dovlatovs er hlýr, kankvís og gráglettinn, enda af mörgum talinn einn fremsti háðsádeiluhöfundur sinnar samtíðar.