Ferðataskan
Rússneski rithöfundurinn Sergej Dovlatov sendi frá sér á annan tug bók, flestar eftir að hann fluttist frá heimalandinu og settist að í Bandaríkjunum. Ferðataskan er eitt af þekktustu verkum hans og kom fyrst út árið 1986. Í átta lauslega tengdum köflum gerir höfundur sér mat úr innihaldi töskunnar sem hann hafði meðferðis í sjálfskipaða útlegð til New York. Einstakur stíll Dovlatovs er hlýr, kankvís og gráglettinn, enda af mörgum talinn einn fremsti háðsádeiluhöfundur sinnar samtíðar.