Fingramál
Í níundu ljóðabók sinni leiðir Guðrún lesandann „leikandi létt / burt frá landamærum þagnarinnar“ og með ósvikinni röddu birtir honum heiminn „með nýju letri / nýju gliti“ jafnt í björtum tónum sem myrkum, óþekktum sem kunnuglegum.
Í hverju stefi er sönn upplifun, og okkur er boðið að hugleiða hvort á endanum séu allar upplifanir bæði hversdagslegar og einstakar, einmannalegar og algildar.
„Guðrún Hannesdóttir er eitt allra besta ljóðskáldið sem nú er á dögum“ – Viðar Hreinsson
„Guðrún er fyrir löngu orðin eitt fremsta náttúruskáld þjóðarinnar“ – BSK / Són