Frönsk framúrstefna
Sartre, Genet, Tardieu
Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki. Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra. Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu. Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra.